Heitar laugar á Vestfjörðum

Vatnavinir
Vatnavinir
Unnið er að þróun og markaðssetningu heitra náttúrulauga á Vestfjörðum.

 

Hópur sem nefnir sig Vatnavini Vestfjarða og Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða vinna saman að þróun og markaðssetningu heitra náttúrulauga á Vestfjörðum.

 

Unnið er að lagfæringu á aðstöðu við laugar sem þegar eru þekktar og í notkun og uppbyggingu á nýjum stöðum.

 

Vestfirðir eru lághitasvæði og vatnið hefur víða verið notað í heitar laugar. Forsvarsmenn hafa sameinast um að nýta þær betur við þjónustu við ferðafólk. Grundvöllurinn var þó lagður hjá áhugamannafélaginu Vatnavinum sem hefur það að markmiði að hlúa að íslenskri baðmenningu og náttúru með sjálfbærri uppbyggingu í heilsutengdri ferðaþjónustu á landsvísu.

 

Auk þess að nýta betur þær laugar sem fyrir eru er hugmyndin að leggja grunn að uppbyggingu stærri heilsulinda á tveimur stöðum. Einkum er horft til Reykjaness við Ísafjarðardjúp og Reykhóla í því efni.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is