Hjólað í vinnuna

Vesturbyggð
Vesturbyggð
Íþrótta- og æskulýðsnefnd Vesturbyggðar hvetur íbúa til þess að taka þátt í verkefninu Hjólað í vinnuna.

Frá árinu 2003 hefur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands staðið myndarlega að því að efla hreyfingu og starfsanda á vinnustöðum með heilsu- og hvatningarátakinu Hjólað í vinnuna. Megin markmið átaksins er að vekja athygli á hjólreiðum sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta.

Starfsmenn vinnustaða hér á landi hafa tekið vel við sér því þátttakan hefur margfaldast þau átta ár sem verkefnið hefur farið fram. Í upphafi stóð átakið yfir í eina viku, næstu þrjú ár í tvær vikur og síðustu fimm ár í þrjár vikur.

Hjólað í vinnuna mun fara fram dagana 9.-29. maí 2012.

 

Sjá nánar á heimasíðu verkefnissins http://www.hjoladivinnuna.is.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is