Hjólað í vinnuna 5. til 25. maí

Hjólað í vinnuna
Hjólað í vinnuna
Hvatningarverkefni Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, hjólað í vinnuna, stendur yfir dagana 5.-25. maí n.k.

 

Tilvalið er að nýta verkefnið til að taka upp heilsusamlegar ferðavenjur og efla um leið liðsandann á vinnustaðnum. Það verndar og bætir heilsuna að hreyfa sig daglega. Lýðheilsustöð hvetur því sem flesta til að fara ferða sinna á hjóli eða á tveimur jafnfljótum meðan á verkefninu stendur og auðvitað sem lengst og mest, einnig eftir að því lýkur.

 

Lýðheilsustöð hefur gefið út ráðleggingar um hreyfingu en meginmarkmið með þeim er að leiðbeina og styðja sem flesta til að hreyfa sig nægjanlega heilsunnar vegna.

 

Ein einfaldasta leiðin til að auka hreyfingu í daglegu lífi er að velja ferðamáta sem felur í sér hreyfingu, s.s. að hjóla eða ganga á milli áfangastaða. Með því má á einfaldan hátt hreyfa sig í samræmi við ráðleggingar og njóta þess ávinnings sem því fylgir. Auk þess sem ferðatíminn er nýttur til ókeypis heilsuræktar sparast kostnaður vegna einkabílsins, dregið úr umferðarþunga og stuðlað að heilnæmara lofti.

 

Nánari upplýsingar og skráning eru á vefsíðunni www.hjoladivinnuna.is.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is