Hjólað til heilla

Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna
Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna
Félagar í Lionsklúbbi Njarðvíkur ætla að fara óhefðbundna leið í fjáröflun sinni nú í ágústmánuði.

Þá ætla tveir klúbbfélagar að leggja upp í hringferð um landið. Annar þeirra hjólandi en hinn á bíl. Markmiðið er að fara hjólandi hringveginn um Ísland og safna fjármunum fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna.

 

Það er Haraldur Hreggviðsson sem ætlar að sjá um að hjóla hringveginn en nafni hans Helgason verður honum til halds og trausts á sérstakri þjónustubifreið með viðgerðarbúnaði fyrir hjólið og hressingu fyrir hjólakappann.

 

Þeir félagar áætla 10-13 daga í verkefnið en reynslan af svona hjólaferðum hefur verið sú að menn hafa verið að hjóla um 100 km. á dag en veður hefur mikil áhrif á hraða ferðarinnar.

 

Stofnuð hefur verið síða á Facebook fyrir verkefnið en hana má finna með því að slá inn leitarorðið „Hjólað til heilla" á Facebook.com.

 

Lionsklúbbur Njarðvíkur hefur verið öflugur í að styrkja samfélagsverkefni á Suðurnesjum. Nú safnar klúbburinn á landsvísu fyrir krabbameinssjúk börn. Sem betur fer tekst oft að lækna krabbamein hjá börnum en þau tilvik koma líka að þessi vágestur fellir þá einstaklinga sem hann hittir fyrir og því hefur samfélagið á Suðurnesjum fengið að kynnast.

 

Þeir sem vilja leggja fjáröflun Lionsklúbbs Njarðvíkur lið geta gert það með því að leggja inn á reikning 1109-05-412828 kt. 440269-6489. Hjólreiðaferðin umhverfis landið hefst þriðjudaginn 10. ágúst nk.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is