Stofnunin leitar eftir starfsfólki sem getur unnið sjálfstætt og er tilbúið að takast á við fjölþætt verkefni.
Um er ræða störf á heilsugæslu- hjúkrunar og sjúkrasviði. Gengið er út frá því að viðkomandi vinni á báðum sviðum og taki bakvaktir.
Umsóknarfrestur er til 31. ágúst 2012.
Þjónustusvæði HSP er Vestur- Barðastrandarsýsla og íbúarnir eru um 1200 í þremur byggðarkjörnum (170) Bíldudal, (280) Tálknafirði og (640) Patreksfirði og (100) aðliggjandi sveitum.
Á þjónustusvæðinu er rekin fjölbreytt opinber þjónusta: leikskólar, grunnskólar, framhaldsdeild og tónskólar. Góð aðstaða er til íþróttaiðkana: íþróttahús, íþróttavellir, sundlaugar og golfvellir.
Samgöngur eru að mestu í góðu lagi: flug 6 daga vikunnar Rvík - Bíld - ferjusamgöngur flesta daga yfir Breiðafjörð: Brjánslækur- Stykkishólmur, en þjóðvegurinn landleiðina fer batnandi en mætti vera betri í heildi.
Veðurfar er svipað því sem gerist á Vesturlandi. Landslag og náttúra svæðisins fangar huga flestra enda er fjölbreytin mikil.
Upplýsingar um störfin veita Sigríður Karlsdóttir hjúkrunarforstjóri siggak@hsp.is. gsm 893-4186 eða Úlfar B. Thoroddsen ulfar@hsp.is, sími 450 2000.