Hleðsla á slökkvitækjum

Slökkvitækjaþjónustan
Slökkvitækjaþjónustan
Slökkvitækjaþjónustan mun mæta með starfsemi sína á Bíldudal og taka á móti slökkvitækjum í hleðslu og yfirferð.

 

Þetta er í annað skiptið sem fyrirtækið býður upp á þessa þjónustu.

 

Fyrirtækið verður einnig með slökkvitæki og annan eldvarnarbúnað til sölu á Bíldudal. Tekið er á móti slökkvitækjum á þessum stöðum

 

Mánudaginn 26. apríl

  • Bíldudalur, Dalbraut 1, kjallari
  • Tálknafjörður, Áhaldahúsið eftir hádegi
  • Patreksfjörður, Bílaverkstæði Guðjóns
  • Barðaströnd, Birkimelsskóli

 

Einnig er boðið upp á þá þjónustu að slökkvitækin verði sótt og skilað, en þá bætist við heimsendingargjald.

 

Allar nánari upplýsingar og pantanir eru veittar hjá Gunnari í síma 863-0901 og Kjartani í síma 863-8343.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is