Hluttekingarbók vegna flugslysins

Sr. Leifur Ragnar Jónsson
Sr. Leifur Ragnar Jónsson
1 af 3
Hluttekningarbók vegna hins hörmulega flugslyss er varð í Smolensk í Rússlandi þar sem pólsku forsetahjónin og margir helstu ráðamanna Póllands létu lífið var opnuð í Fjölvali í dag.

 

Bókin mun liggja frammi í Fjölvali til laugardagsins 17. apríl og geta allir sem vilja vottað pólsku þjóðinni hluttekningu sína með því að skrifa nafn sitt í bókina.

 

Meðfylgjandi myndir voru teknar í versluninni Fjölval á Patreksfirði nú í dag vegna opnunar bókarinnar.

 

Sr. Leifur Ragnar Jónsson sóknarprestur flutti huggunarorð til viðstaddra og Elzbieta Kowalczyk flutti nokkur orð á pólsku til samlanda sinna.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is