Hólar á Patreksfirði

Hólar eða Mikladalsvegur 5
Hólar eða Mikladalsvegur 5
Nú nýverið festu hjónin Ingibjörg Birna Erlingsdóttir og Hjalti Hafþórsson, þúsundþjalasmiður, kaup á Hólum eða Mikladalsvegi 5 á Patreksfirði.

 

Í mars mánuði árið 2010 gerði á Patreksfirði ofsarok sem hafði þær afleiðingar í för með sér að hluti íbúðarhússins skemmdist.  Húsafriðunarnefnd komst að þeirri niðurstöðu að ekki mætti rífa húsið en það var byggt árið 1900.

 

Ingibjörg Birna og Hjalti áforma að lagfæra húsið að utan og skúrbyggingar sem byggðar voru við það árið 1910 í sumar.

 

Fyrir ættþyrsta er Ingibjörg Birna dóttir Erlings Rafns Ormssonar og Jóhönnu Björnsdóttur sem er systir Eggerts og Gunnars Óla Björnssona, sem búsettir eru á Patreksfirði.

 

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is