Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði opnaðar

Hrafnseyrarheiði
Hrafnseyrarheiði
Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að búið er að opna Hrafnseyrarheiði og Dynjadisheiði opnar síðar í dag.

 

Til að opna heiðarnar hefur þurft snjóblásara og veghefla. Auk þess þurfti aðstoð jarðýtu á Hrafnseyrarheiðinni.

 

Það hefur tekið um 3-4 daga að moka heiðarnar og unnið sleitulaust á vegheflum og snjóblásurum á báðum heiðum. Þessi opnun í ár kemur á venjulegum tíma.

 

Leggurinn upp Trostansfjörð hefur einnig verið opnaður samkvæmt korti Vegagerðarinnar.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is