Húni kemur til Patreksfjarðar

Áhöfnin á Húna, Slysavarnarfélagið Landsbjörg og RÚV kynna sumarævintýri í sjávarbyggðum Íslands í sumar – Áhöfnina á Húna. Húni II siglir í kringum landið í júlí og núna er komið að Patreksfirði.

 

Tónleikar 14. júlí  kl 20:00

Patrekshöfn

 

Ætlunin er að fara taka á móti áhöfninni úti í firði og óskum við eftir því að bátar sjái sér fært að sigla á móti Húna. 

Ætlunin er að fara af stað kl 15 frá Patrekshöfn.


Hljómsveitin

Áhöfnin er hljómsveit skipuð tónlistarmönnunum Jónasi Sig, Láru Rúnars, Mugison, Ómari Guðjónssyni, Guðna Finnssyni og Arnari Gíslasyni.

 

Aðgangseyrir er 1500 kr. fyrir 12 ára og eldri.

Biðjum fólk að klæða sig eftir veðri og flagga fyrir komu góðra gesta.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is