Húsnæði og bátur Lómfells til sölu

Húsnæði Lómfells
Húsnæði Lómfells
Auglýst er til sölu húsnæði Hjálparsveitarinnar Lómfells á Barðaströnd en um er að ræða tvö bil eða samtals 113 fermetra rými með tveim stórum innkeyrsludyrum.

Tilboð óskast send í lokuðum umslögum á Hjálparsveitina Lómfell, Rauðsdal, 451 Patreksfjörður, fyrir 23. mars 2012. Áskilur Lómfell sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.

Einnig er til sölu bátur sveitarinnar sem er sex metra Flatcraft Force, harðbotna slöngubátur, með tveim Yamaha utanborðsmótorum. Bátur þafnast viðgerða á slöngum og einnig er til sölu Chervolet Pickup árg. 1985 diesel með flatpalli 2,2x2,5 og nýjum 33" nelgdum dekkjum. Bíllinn er skráður fornbíll og er ný skoðaður til 2014.

Tilboð í bíl og bát óskast send á brl2@simnet.is eða raudsdal@vortex.is en nánari upplýsingar má fá í símum 8243108, Jóhann, og 6948561, Gísli.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is