Hvaða bátur er þetta og hvar er hann núna?

Þorgeir í bátnum
Þorgeir í bátnum
„Ég reikna með að báturinn sé ónýtur einhvers staðar en mig langar að finna hann", segir Þorgeir Pálsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða.

 

Hann sendi myndina gömlu og snjáðu sem hér fylgir til birtingar og óskar eftir upplýsingum um bátinn, ekki aðeins um afdrif hans heldur einnig um sögu hans á fyrri tíð.

 

Á myndinni er Þorgeir sjálfur um borð í bátnum, sem hann átti um skeið ásamt frænda sínum, Magnúsi Ólafssyni frá Tálknafirði. „Við keyptum hann ungir menn árið 1979 af manni frá Bíldudal. Þetta var góður og sterkur bátur, um eitt og hálft tonn eða rúmlega það, með 6 hestafla Hatz dísilvél og með skiptiskrúfu. Okkur var sagt þá að þetta væri gamall póstbátur úr Djúpinu. Ég veit ekkert nánar um það, en hann var með stóran hvalbak, sem gæti stutt þá sögu, enda gott að hlaða pökkum og öðru þar undir", segir Þorgeir Pálsson.

 

Eins og áður sagði er myndin gömul og snjáð en báturinn er samt mjög greinilegur. Smellið á myndina til að stækka hana.

 

hlynur@bb.is

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is