Hvernig framleiðum við fóðurmjöl og dísilolíu úr repjufræjum?

Ármann Halldórsson
Ármann Halldórsson
Súpufundur verður í Sjóræningjahúsinu á Patreksfirði á morgun fimmtudag 17. mars klukkan 12:30.

Fyrirlesari er Ármann Halldórsson, forstöðumaður tæknideildar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps. Nýlega hafa birst fréttir af því að fyrirtækið N1 hyggist leggja til 500 milljónir í fóðurmjöls- og dísilverksmiðju, en Ármann hannaði þá verksmiðju. Ármann er byggingatæknifræðingur að mennt og fjallaði í lokaverkefni sínu um lífdísil framleiddan úr repjufræjum.

Erindi Ármanns heitir Hvernig framleiðum við fóðurmjöl og dísilolíu úr repjufræjum? Íslenskir bændur verða olíubændur.

Boðið verður upp á súpu, brauð og kaffi á  1.200 kr.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is