IPA kynning og mótun hugmynda

Ákveðið hefur verið að halda opinn fund um IPA styrkumsóknir, fimmtudaginn 26. apríl n.k. í fundarsal Háskólaseturs Vestfjarða á Ísafirði.

 

Fundurinn hefst kl. 11 og honum líkur kl. 17 og er um kynningu á IPA styrkjum og val á hugmyndum.

 

Verkefnastjórar Atvest sækja fundinn og geta þeir sem ekki sjá sér fært að sækja fundinn komið hugmyndum að verkefnum til þeirra.

 

Verkefnin verða hluti af sóknaráætlun sveitarfélaga og eru innan stefnu 2020 og er unnið út frá áætlun ríkistjórnar Íslands í samstarfi við ESB.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is