Í berjamó

Bláber
Bláber
Nú fer hver að verða síðastu að skella sér í berjamó.

Það er góð búbót að eiga bláberjasultu eða krækiberjasaft í búrinu. Enn er hægt að týna ber og eru þau nú vel þroskuð, stór og fín.

 

Þeir sem vilja styrkja budduna geta selt berin en á Bíldudal er boðið upp á móttöku berja. Fyrir kíló af aðalbláberjum fást 500 kr., 400 kr. fyrir bláber og 300 kr. fyrir krækiber. Berin þurfa að vera hreinsuð. Haukur Már Kristinsson tekur við berjum og hafa má samband við hann í síma 845 0681.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is