Íbúafundur um framtíð áætlunarflugs

Íbúafundur um framtíð áætlunarflugs
mánudagskvöldið 10. júní kl. 20:00 í félagsheimilinu Baldurshaga, Bíldudal

Íbúum  og fulltrúum fyrirtækja  er hér með boðið til opins fundar með fulltrúum innanríkisráðuneytisins og Isavia ohf. um framtíð áætlunarflugs til Bíldudals, mánudagskvöldið10. júní kl. 20:00 í félagsheimilinu Baldurshaga, Bíldudal.

Markmið fundarins er að virkja íbúa og fyrirtæki til þátttöku við að móta vísbendingar og mælikvarða til að meta áhrif flugsins á lífsgæði íbúa.

 

Í Samgönguáætlun 2011-2022 eru skilgreind stefnumótandi verkefni sem eiga að styrkja faglega vinnu við endurskoðun samgönguáætlunar , meðal þeirra er  „Félagshagfræðileg úttekt á framtíð áætlunarflugs innanlands.“  Markmið verkefnisins er að leitast við að greina mikilvægi og áhrifa áætlanaflugs á lífsgæði íbúa og svæðisbundna þætti s.s. rekstrarumhverfi fyrirtækja, stofnana og atvinnu á áhrifasvæðum innanlandsflugs.  Niðurstöður eiga að mynda grunn að faglegri aðferðafræði við  forgangsröðun framkvæmda og ráðstöfunar fjármuna í samgöngum.

Aðstoð íbúa og fyrirtækja við að meta og mæla áhrif flugsins á lífsgæði skipta miklu máli fyrir gæði og gagnsemi niðurstaðna.

 

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

Félagshagfræðileg greining -  Kynning á verkefninu og markmiðum þess

Samfélagslegir virðisþættir;  Áhrif áætlunarflugsins  á lífsgæði. 

Hvað á að meta og hvers vegna? Umræður með virkri þátttöku fundargesta

 

Við vonumst til að sem flestir sjái sér fært að mæta.

                                               Innanríkisráðuneytið og Isavia ohf

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is