Íbúagátt - yfirlit og reikningar

 

Á vef Vesturbyggðar hefur sl. 2 ár verið opin íbúagátt þar sem íbúar hafa aðgengi að yfirliti vegna viðskipta við Vesturbyggð. 

Nauðsynlegt er að hafa Íslykil eða rafræn skilríki til að nýta síðuna.

Athugið að leiðbeiningarnar eru m.v. að verið sé að skoða leikskólagjöld en á sama hátt er hægt að skoða alla aðra viðskiptiflokka.

Hér er þetta í hnotskurn:

  1. Farið inn heimasíðu Vesturbyggðar 
  2. Íbúagátt (hægra megin á síðunni)
  3. Innskráningarsíða.

             Íslykill eða rafræn skilríki ( þar er líka hægt að sækja um Íslykil neðarlega á síðunni.

  1. Viðskiptareikningar.

             Þarna sjáið þið þá málaflokka sem þið notið hjá Vesturbyggð. 

  1. Veljið málaflokk

             Í þessu tilfelli leikskóla (getur verið félagsþjónusta, höfn o.s.frv.)

  1. Leikskóli.

             Núna sjáið þið yfirlit yfir viðskipti ykkar í þessum málaflokki og hafið valstikur þarna ofarlega sem hægt er að                  fletta að vild t.d. að skoða mismunandi ár.  Þarna sjáið þið reikninga, greiðslur, leiðréttingar og annað sem snýr              að viðskiptum við leikskólann. Ath. getur tekið nokkra daga fyrir innborganir að birtast á yfirlitinu.

  1. Reikningur

            Ef þið skoðið reikningslínu þá sjáið þið að aftast í línunni stendur „Nánar“ ef þið smellið þar á sjáið þið                             sundurliðaðan reikning vegna leikskólagjalda og getið prentað hann út óskið þið þess.

Með því að nota Íbúagáttina hafið þið aðgang að viðskiptum ykkar við Vesturbyggð frá árinu 2014.

Gangi ekki upp hjá ykkur að komast inn á Íbúagáttina þá endilega verið í sambandi við Guðnýju í síma 450-2300 eða sendið póst á netfangið gudny@vesturbyggd.is.

 

 

Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is