Íbúasamtök Bíldudals boða til fundar

Boðað er til fundar hjá Íbúasamtökum Bíldudals þriðjudaginn 30. nóvember n.k. kl. 20 í Félagsheimilinu Baldurshaga.

 

Dagskrá:

1. Farið yfir samþykktir félagsins.
2. Venjuleg aðalfundastörf.
3. Kosning fulltrúa Íbúasamtaka Bíldudals í skipulagshóp um gerð nýtingaáætlun fyrir strandsvæði Arnafjarðar.
4. Önnur mál.


Tilgangur félagsins er

  • Að hlúa og efla byggð á félagssvæðinu
  • Að vinna að hagsmuna- og framfaramálum á félagssvæðinu
  • Að auka samhug og samstarf íbúanna
  • Að vinna að fegrun, umhverfisvernd og eflingu menningarlífs

 

Leitað verði samstarfs við bæjaryfirvöld, hið opinbera, fyrirtæki, atvinnuþróunarfélag og önnur félög og einstalking um að ná fram tilgangi félagsins.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is