Íbúaþing í Tálknafirði

Tálknafjarðarhreppur
Tálknafjarðarhreppur
Tálknafjarðarhreppur og Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða standa sameiginlega að íbúaþingi laugardaginn 21. nóvember í íþróttahúsi Tálknafjarðarhrepps og er áætlað að þingið standi frá 13 til 18.

 

Farið verður yfir fjárhagsstöðu Tálknafjarðarhrepps og mun hreppsnefnd sitja fyrir svörum um málefni sveitarfélagsins.

 

Þá mun Halldór Karl Hermannsson, sviðsstjóri þjónustu- og framkvæmdasviðs Bláskógabyggðar, fjalla um rekstrarleg áhrif af sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar og byggir hann fyrirlestur sinn á lokaritgerð sinni í viðskiptafræði.

 

Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða verður kynnt og skipað verður í vinnuhópa þar sem fjalla á um atvinnulíf Tálknafjarðar, með hvaða hætti sveitarfélagið á eða getur komið að atvinnulífi, þætti sem snerta samfélagið, skólamál og hvernig þátttakendur sjá framtíðina fyrir sér.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is