Íbúaþingið verður 20. febrúar

Vesturbyggð
Vesturbyggð
Fyrirhugað var að halda íbúaþing í Vesturbyggð þann 6. febrúar en í ljós kom að sú dagsetning rekst á við fund um sóknaráætlun landshluta sem verður í Bolungavík. Fundurinn var því færður til 13. febrúar en þá var búið að setja þorrablót Barðstrendinga á þann dag, þannig að bæjarráð hefur ákveðið að íbúafundurinn verði haldin laugardaginn 20. febrúar.

Tilhögun íbúaþingsins verður með svipuðum hætti og tilhögun íbúaþinga sem haldin hafa verið hjá sveitarfélögum víða um land. Þingstaður verði félagsheimilið á Patreksfirði.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is