Íbúðarhús í byggingu á Rauðasandi

Nýtt hús í Kirkjuhvammi
Nýtt hús í Kirkjuhvammi
Í Kirkjuhvammi á Rauðasandi er verið að byggja íbúðarhús, ætlað fyrir starfsfólk Franska kaffihússins á staðnum.

 

Þetta mun vera eina nýja íbúðarhúsið sem byggt er á suðursvæði Vestfjarða á þessu ári en verið er að gera upp nokkur gömul og merkileg hús.

 

Að sögn Einars Jónssonar, staðarhaldara í Kirkjuhvammi, er húsið í eigu Skipholts ehf. Félagið hefur þegar gert upp gamla íbúðarhúsið í Kirkjuhvammi, sem breytt var í kaffihús, auk íbúðarhúss og útihúsa í Saurbæ á Rauðasandi og Ungmennafélagshússins sem var áður samkomuhús, skóli og bókasafn, byggt árið 1917.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is