Ímynd og markaðsstarf sveitarfélaga

Út er kominn fræðigreinin Ímynd og markaðsstarf sveitarfélaga eftir Þórhall Guðlaugsson, dósent, og Elfu Björk erlingsdóttur, viðskiptafræðing, í veftímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla.

 

Viðfangsefni greinarinnar er staðfærsla og ímynd sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

 

Meginmarkmið rannsóknarinnar er að kanna hvort háskólanemar á Íslandi eða „framtíðaríbúar" sveitarfélaganna Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar, Reykjanesbæjar og Seltjarnarnesbæjar sjái sveitarfélögin sem aðgreind markaðssvæði eða aðeins sem úthverfi Reykjavíkur. Ennfremur að kanna hvernig þau aðgreina sig hvert frá öðru og hvaða eiginleikum þau þá helst tengjast.

 

Niðurstöður eru þær að háskólanemar á Íslandi sjá sveitarfélögin Hafnafjörð og Reykjanesbæ á andstæðum póli við sveitarfélagið Garðabæ út frá fasteignaverði og ríkidæmi. Sama má segja um Kópavog og Mosfellsbæ en andstæðurnar þar liggja í eiginleikanum „gamaldags" annars vegar og „nútímalegum stjórnunarháttum" hins vegar. Seltjarnarnesbær þykir hins vegar eins og eitt úthverfi Reykjavíkur.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is