Íslandsstofa á Vestfjörðum

Íslandsstofa og Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða bjóða til kynningarfundar mánudaginn 12. júní nk. Fundurinn fer fram í félagsheimilinu á Patreksfirði (fundarsalur) kl. 16.30-17.45 og eru allir velkomnir.

Á fundinum munu Sigsteinn Grétarsson, formaður stjórnar Íslandsstofu og Jón Ásbergsson framkvæmdastjóri gera grein fyrir starfsemi Íslandsstofu og segja frá þeirri þjónustu sem stofan veitir.

Kynningarfundurinn er haldinn í tengslum við ferðalag stjórnar Íslandsstofu um Vestfirði 12. og 13. júní þar sem þau munu kynnast atvinnulífi og staðháttum á Vestfjörðum.

Nánari upplýsingar um fundinn veitir Valgeir Ægir Ingólfsson hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða,

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is