Íslenska fyrir útlendinga á Patreksfirði

Fræðslumiðstöð Vestfjarða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
Í boði er íslenskukennsla fyrir útlendinga í fjórum áföngum, íslenska 1, 2, 3 og 4 og er hverjum áfanga skipt í tvö 30 kennslustunda námskeið.

Þátttakendur raðast á námskeið eftir kunnáttu og hvaða áfanga þeir hafa tekið áður. Í náminu er lögð megináhersla á að fólk geti bjargað sér í daglegu lífi og úti í samfélaginu jafnframt því sem lagður er grunnur að málfræðiþekkingu. Íslenskunámskeiðin eru styrkt af mennta- og menningarmálaráðuneytinu.

Kennari er Guðrún Norfjörð, kennt verður í Þekkingarsetrinu Skor.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is