Jóladagskrá Skorar

AtVest
AtVest
Á súpufundinum í dag fimmtudaginn 17. desember nk. í Sjóræningjahúsinu á Patreksfirði verður brugðið út af vananum og munu starfsmenn Skorar standa fyrir léttri jóladagskrá.

Eigendur Sjóræningjahússins hafa ákveðið að gefa alla innkomuna á jólasúpufundinum. Súpan mun kosta, eins og áður 1000 krónur, en Skor hvetur fólk til að greiða meira, allt eftir efnum og aðstæðum. Það er þægilegast ef fólk getur greitt með reiðufé.
Sr. Leifur Ragnar Jónsson mun taka við peningum fyrir hönd kirkjunnar og sjá til þess að þeir fari til þeirra sem á þurfa að halda.

Súpufundurinn hefst eins og áður kl. 12.30.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is