Jólahappdrætti og kvöldverður Framsóknar

Á laugardaginn fór fram jólahappdrætti kvenfélagsins Framsóknar á Bíldudal og á sunnudaginn bauð félagið eldri borgurum á Bíldudal til kvöldverðar.

 

Happdrættið var vel heppnað og fé sem safnaðist verður lagt til líknarsjóðs Bíldudalskirkju. Framsókn þakkar þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem styrktu happdrættið.

 

Hinn árlegi kvöldverður sem Framsókn býður eldri borgurum til fór fram á sunnudaginn og var hann einnig vel heppnaður.

 

Kvenfélagskonur reiddu fram dýrindis kræsingar að venju og sr. Leifur R. Jónsson flutti jólahugvekju. Nanna Sjöfn Pétursdóttir las jólasögu og Guðbjörg Jónsdóttir söng ásamt dætrum sínum fyrir gesti. Örn Gíslason sagði frá bernskujólum þegar hann og önnur börn söfnuðu lyngi á jólatréð sem börnin síðan dönsuðu kringum á jólaballinu. Líkt og venja er lauk kvöldinu með því að allir sungu saman Heims um ból.

 

Kvenfélagið Framsókn óskar öllum gleðilegra jóla og þakkar stuðning íbúa og fyrirtækja.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is