Jólaheimsókn Vestra

Karlakórinn Vestri
Karlakórinn Vestri
Líkt og fyrir síðustu jól mun Karlakórinn Vestri heimsækja fyrirtæki og stofnanir komandi laugardag á suðursvæði Vestfjarða.

Heimsókn kórfélaga er innlegg kórsins í jólahaldið hér á suðursvæði Vestfjarða.

 

Fólk er hvatt til að mæta á þá staði þar sem kórinn kemur fram.

 

Kl. 12.30 Sungið á veitingastaðnum Vegamótum á Bíldudal

Kl. 13.30 Sungið í versluninni Vesturkaup á Tálknafirði

Kl. 15.00 Sungið í Grillskálanum á Patreksfirði

Kl. 16.00 Sungið í versluninni Albínu á Patreksfirði

Kl. 17.00 Sungið á sjúkrahúsinu á Patreksfirði fyrir heimilis- og starfsfólk og aðstandendur

Kl. 17.30 Sungið í versluninni Fjölval á Patreksfirði

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is