Jólahlaðborð Sælkerahópsins 2012

Jólahlaðborð
Jólahlaðborð
Sælkerahópurinn býður til jólahlaðborðs í Félagsheimili Patreksfjarðar þann 8. desember kl. 20.

 

Húsið opnar 19.30 og lokar kl. 01.oo

 

Hátíðarmatseðill verður að hætti Sælkerahópsins.

 

Miðapantanir þurfa að berast í síðasta lagi þriðjudaginn 4. desember.

 

Verð kr. 7.500 á mann

 

Verð fyrir hópa kr. 6.900 á mann (8 manns eða fleiri.) Vinsamlega athugið að greiða verður alla miða saman til þess að fá hópafslátt. Ekki er hægt að bæta í hóp eftir að miðar hafa verið sóttir.

 

Miðapantanir hjá Önnu í síma 895-7189 og með tölvupósti hlura@simnet.is og hjá Elsu elsareimars@gmail.com. Miðar skulu sóttir og greiddir fimmtudaginn 6. desember í Félagsheimili Patreksfjarðar milli kl. 17:00 og 19:00.

 

Hin stórskemmtilegu og hæfileikaríku séntilmenni, Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson, munu halda uppi notalegri og léttri hátíðarstemningu eins og þeim einum er lagið. Þeir munu sjá um stutt kurteisisnámskeið, fjöldasöng og fleira
skemmtilegt.

 

Allur hagnaður rennur til líknarmála.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is