Jólasögusamkeppni bókasafnanna í Vesturbyggð

Sólarlag í nóvember
Sólarlag í nóvember

Föstudaginn 9. nóvember hófst jólasögusamkeppni bókasafnanna.  Keppt er í þremur flokkum; 1.-4. bekkur, 5.-7. bekkur og 8.-10. bekkur og verða veitt bókaverðlaun fyrir fyrsta sætið i hverjum flokki. Allir nemendur eru hvattri til þess að taka þátt í þessari skemmtilegu samkeppni. Eins og fram kom í leiðbeiningum og reglum sem nemendum var afhent sl. föstudag á að merkja söguna með dulnefni en skila í sér umslagi fullu nafni og símanúmeri, sem sett skal í umslagið með sögunni. Munið að skrifa utan á umslagið sem þið skilið í hvaða bekk þið eruð en ekki merkja með nafni.

Reglur keppninnar :
Efni sögunnar verður að tengjast jólunum á einhvern hátt. 
Merkja skal sögurnar sjálfar með dulnefni.  
Sagan má ekki vera lengri en 3-4 bls. miðað við 14 punkta letur. 
Vanda skal málfar en ekki er dregið niður fyrir innsláttar- og stafsetningarvillur.
Sagan má vera myndskreytt.

Skilafrestur er til 3. desember 2007. Verðlaunaafhending verður auglýst síðar.

Verðlaunasögurnar koma til með að liggja frammi á bókasöfnunum. Sögurnar verða einnig birtar á heimasíðu Vesturbyggðar ef höfundar gefa leyfi til þess.


Bókaverðir veita allar frekari upplýsingar.  

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is