Jólatónleikar Vestra 2010

Jólabjöllur
Jólabjöllur
Jólatónleikar Karlakórsins Vestra 2010 fara fram á suðursvæði Vestfjarða nú í byrjun desember.

 

Þegar hafa verið haldnir tónleikar á Tálknafirði og Bíldudal og næstu tónleikar verða laugardaginn 11. desember kl. 14 í Birkimel á Barðaströnd og kl. 17 í Patreksfjarðarkirkju.

 

Efnisskráin er afar fjölbreytt að því er fram kemur í tilkynningu. Karlakórinn Vestri var stofnaður vorið 2008 á vestasta odda Evrópu, á Bjargtöngum við Látrabjarg og hefur verið afar virkur síðan. Kórfélagarnir eru af suðursvæði Vestfjarðakjálkans.

 

Aðgangeyrir á tónleikana er 1.500 krónur.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is