Jólatónleikar tónlistarskólans

Elzbieta Kowalczyk, skólastjóri, og hjónin Rafn Hafliðason og Anna Gestsdóttir
Elzbieta Kowalczyk, skólastjóri, og hjónin Rafn Hafliðason og Anna Gestsdóttir
1 af 2
Tónlistarskóli Vesturbyggðar hélt þrenna jólatónleika í Vesturbyggð fyrir komandi jól.

 

Fyrstu tónleikarnir fóru fram á Bíldudal þriðjudaginn 7. desember sl., þá á Birkimel miðvikudaginn 8. desember sl., en þar kom einnig Kirkjukór Patreksfjarðarkirkju fram, og loks voru tónleikar í Patreksfjarðarkirkju í gær fimmtudag.

 

Sá gleðilegi atburður átti sér stað á jólatónleikum tónlistarskólans í Patreksfjarðarkirkju að stórfjölskylda Rafns Hafliðasonar og Önnu Gestsdóttur færði skólanum 328.000 krónur sem söfnuðust á tónleikum sem fjölskyldan hélt í Skjaldborgarbíói laugardaginn 7. desember sl. til styrktar hljóðfærasjóði Tónlistarskóla Vesturbyggðar.

 

Þessir fjármunir koma sér ákaflega vel vegna endurnýjunar á hljóðfærum skólans.

 

Tónlistarskóli Vesturbyggðar þakkar fjölskyldu Rafns Hafliðasonar og Önnu Gestsdóttur á Patreksfirði fyrir höfðinglega gjöf.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is