Jón Kr. Ólafsson útnefndur heiðursborgari

Jón Kr. Ólafsson
Jón Kr. Ólafsson
Forseti bæjarstjórnar, Ingimundur Óðinn Sverrisson, lagði fram þá tillögu að 224. fundur bæjarstjórnar útnefndi Jón Kr. Ólafsson, söngvara á Bíldudal, heiðursborgara Vesturbyggðar í þakklætisskyni og af virðingu við hann fyrir framlag hans á sviði menningar og lista í sveitarfélaginu Vesturbyggð.

 

Jón Kr. Ólafsson hefur með söng sínum og menningarstarfi sett mark sitt á Bíldudal í gegnum tíðina. Ber þá ekki síst að nefna uppbyggingu hans á tónlistarsafninu Melódíur Minninganna, sem er einstakt á landsvísu.

 

Útnefning Jóns Kr. Ólafssonar mun fara fram með sérstakri viðhöfn á Bíldudal, samkvæmt nánari samkomulagi.

 

Tillaga forseta var samþykkt samhljóða.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is