Jón Magnússon skipstjóri áttræður

Jón Magnússon
Jón Magnússon
Jón Magnússon skipstjóri á Patreksfirði verður áttræður þann 3. mars og af því tilefni býður hann ættingjum, vinum, samstarfsmönnum og öðrum samferðamönnum að samfagna og gleðjast með sér í Félagsheimili Patreksfjarðar þann 6. mars n.k.

 

Fagnaðurinn hefst kl. 19.30. Boðið verður upp á góðgæti í mat og öðrum veitingum og annast Sælkerahópurinn matseldina og félagskonur Slysavarnadeildarinnar Unnar annast framreiðslu.

 

Undir borðum verða leyfðar stuttar ræður og sögur. Veislustjóri verður Gunnar Jóhannsson.

 

Að borðhaldi loknu verður stiginn dans undir stjórn Birgis Gunnlaugssonar, Magnúsar Kjartanssonar og félaga. Í upphafi verða gömlu dansarnir í hávegum hafðir með harmonikku ívafi og lýkur fagnaði kl. 2 eftir miðnætti.

 

Gjafir eru bannaðar, en góða skapið og dansskórnir er vel þegið.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is