Jón Magnússon verður heiðursborgari Vesturbyggðar

Jón Magnússon, mynd Guðlaugur Albertsson
Jón Magnússon, mynd Guðlaugur Albertsson
Bæjarstjórn Vesturbyggðar hefur ákveðið að gera Jón Magnússon, skipstjóra og útgerðarmann, að heiðursborgara Vesturbyggðar.

 

Úlfar B. Thoroddsen, forseti bæjarstjórnar, tilkynnti þessa ákvörðun í áttræðis afmæli Jóns.

 

Útnefningin mun fara fram með sérstakri viðhöfn. Jón Magnússon verður þá fyrsti heiðursborgari Vesturbyggðar.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is