Jón Sigurðsson og Bjarni á Fönix

Kómedíuleikhúsið
Kómedíuleikhúsið
Haustleikferð Kómedíuleikhússins um Vestfirði og Vesturland stendur nú yfir en sýndir eru tveir einleikir: Jón Sigurðsson strákur að vestan og Bjarni á Fönix.

Elfar Logi Hannesson Kómedíuleikstjóri og leikari flytur leikinn um Jón Sigurðsson. Í verkinu um frelsishetju Íslendinga er fjallað um piltinn Jón Sigurðsson og æskuár hans á Hrafnseyri. Verkið er sérstaklega samið í tilefni af 200 ára afmæli þessa öfluga talsmanns þjóðarinnar.

 

Ársæll Níelsson er leikari í Bjarna á Fönix sem fjallar um skipherrann Bjarna Þorlaugarson á skútunni Fönix, sem háði frækinn bardaga við hátt í 30 Fransmenn um miðja nítjándu öld. Bardaginn stóð yfir í heila fjóra klukkutíma, að vísu tóku menn sér stutta pásu í miðjum átökum, og gekk Bjarni óskaddaður af vettvangi. Skömmu síðar fannst sjórekið lík af einum Fransmanni og voru uppi kenningar um að Bjarni hafi orðið hans bani. Mál var dómtekið og þurfti Bjarni þá að spyrja sig þeirrar samviskuspurningar: Drap ég mann eða drap ég ekki mann?

 

  • Fimmtudagur 15. september kl. 20: Barðaströnd - Birkimelur
  • Föstudagur 16. september kl. 20: Patreksfjörður - Sjóræningjahúsið
  • Laugardagur 17. september kl. 20: Tálknafjörður - Dunhagi
  • Sunnudagur 18. september kl. 20: Bíldudalur - Vegamót

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is