Kallað eftir bættu afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum

Alþingi
Alþingi
Tillaga til þingsályktunar hefur verið lögð fram á alþingi um bætt afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum.


Tillagan hljóðar á þá leið að alþingi álykti að fela ríkisstjórninni að gera tímasetta áætlun um að bæta afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum. Sérstaklega verði hugað að möguleikum á aukinni raforkuvinnslu á Vestfjörðum, svo sem með byggingu Hvalárvirkjunar og stækkun Mjólkárvirkjunar, auk annarra virkjunarkosta.

 

Í greinargerð með tillögunni segir að mjög mikið vanti á að afhendingaröryggi á raforku á Vestfjörðum sé viðunandi. Þetta afleita ástand stendur atvinnulífi fyrir þrifum, skapar mikinn kostnað, veldur óþægindum í heimilisrekstri og daglegu lífi fólks og er þrándur í götu þess að unnt sé að byggja upp ný atvinnutækifæri á Vestfjörðum. Þess vegna er afar brýnt að úr þessu verði bætt.

 

Tillaga var áður flutt á 137. löggjafarþingi (119. mál) en komst þá ekki á dagskrá og er því endurflutt.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is