Kjördæmismót Vestfjarða í skólaskák

Kjördæmismót Vestfjarða  í skólaskák verður haldið á Patreksfirði laugardaginn 20.apríl nk.

 

Mótstjóri verður Ingibjörg Edda Birgisdóttir fyrrv. Íslandsmeistari kvenna og Landsmótsstjóri.

Skráning á mótið fer fram á netfanginu arorasku@gmail.com o gþurfa þær að berast í síðasta lagi 18.apríl.

 

Á mótinu verður keppt um sæti á Landsmótinu í skólaskák en í ár eiga Vestfirðingar fjögur sæti, tvö í yngri- og tvö í eldri flokki þar sem mótið verður haldið á Patreksfirði 2. – 5. maí nk.

 

Kennsla fyrir nemendur í Grunnskóla Vesturbyggðar verður föstudaginn 19. apríl frá kl.8.30 til 12.45 í Patreksskóla. Ingibjörg Edda mun einnig sjá um kennsluna.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is