Komdu þínu á framfæri - Patreksfjörður

Verkefnið Komdu þínu á framfæri heimsótti Patreksfjörð þann 28. janúar. Góð þátttaka var á fundinum bæði af hálfu stjórnenda og ungmenna. Var það samhljóða álit eftir fundinn að ungmenni Vesturbyggðar séu ákaflega jákvæð, bjartsýn og nægjusöm.

Með því að smella hér er hægt að sjá stutt myndband frá fundinum.  

Æskulýðsvettvangurinn stendur nú fyrir verkefninu Komdu þínu á framfæri sem hefur það markmið að gefa ungu fólki tækifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri við þá sem bera ábyrgð á málefnum ungs fólks í sveitarfélaginu.

Viðfangsefni fundarins er skipt upp í fjóra flokka, menntun, íþróttir og æskulýðsmál, samfélagið mitt og listir og menning. Fundarformið skiptist upp í fjórar 20 mín lotur. Allir þátttakendur fá að koma sínum skoðunum á framfæri í öllum flokkunum.

Skýrsla um fundinn er í vinnslu og verður kynnt þegar því er lokið.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is