Kona verður forseti - 30 ár frá kjöri Vigdísar

Frambjóðendur í forsetakjöri í sjónvarpssal rúmri viku fyrir kjördag í júní 1980. Frá vinstri: Vigdís, Guðlaugur Þorvaldsson, Pétur J. Thorsteinsson og Albert Guðmundsson.
Frambjóðendur í forsetakjöri í sjónvarpssal rúmri viku fyrir kjördag í júní 1980. Frá vinstri: Vigdís, Guðlaugur Þorvaldsson, Pétur J. Thorsteinsson og Albert Guðmundsson.
Í dag eru liðin 30 ár frá því að Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands þann 29. júní 1980. Hún varð þar með fyrsta konan í heiminum til að verða forseti kjörinn í lýðræðislegum kosningum.

Kosningabaráttan vikurnar á undan var fjörug og um margt merkileg. Þrír karlar og ein kona voru í framboði og var það í fyrsta sinn sem kona bauð sig fram hér á landi. Ýmsum rökum var beitt gegn Vigdísi svo sem þau að hún væri einstæð móðir, það ættu að vera hjón á Bessastöðum, hæfileikar hennar til að sinna embættinu voru dregnir í efa og þar fram eftir götunum. En nógu margir kjósendur voru á öðru máli. Vigdís sigraði og vakti það gríðarlega athygli um allan heim.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is