Kvæðamannafélag stofnsett

Til stendur að stofa kvæðamannafélag á suðursvæði Vestfjarða.

 

Stofnfundur verður haldinn sunnudaginn 4. september í Skor á Patreksfirði kl. 14-17.

 

Verkefni fundarins verður að

 

1. Að stofna kvæðamannafélag á suðursvæði Vestfjarða.

2. Kjósa stjórn, setja lög fyrir félagið, skrá stofnfélaga og ákveða nafn.

3. Umræður um kvæðamennsku, störf kvæðamannafélaga, vísnagerð

4. Kynning bókinnar SILFURPLÖTUR IÐUNNAR og kvæðalög leikin af geisladiskum.

5. Að æfa 3-5 stemmur þannig að allir mættir kunni þær í fundarlok.

6. Ákveða næsta fund og ræða um starfsemina og framhaldið.

 

Kostnaður vegna stofnunar félagsins og stemmukennsla fer eftir fjölda þátttakenda.

 

Áhugasamir sendi staðfestingu á netfangið magnus@atvest.is fyrir fimmtudaginn 25. ágúst nk.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is