Kvennakórinn Bjarkirnar býður nýjar konur velkomar

Kvennakórinn Bjarkirnar er að hefja göngu sína á ný eftir sumarfrí.

Æfingar verða á þriðjudögum frá kl. 18:45-20:45 í Tálknafjarðarkirkju.

Við bjóðum nýjar konur hjartanlega velkomnar og viljum hvetja ykkur sem hafa gaman af því að syngja að mæta á æfingu næstkomandi þriðjudag og vera með í þessum skemmtilega félagsskap.

Þið sem hafið áhuga hafið samband við eftirfarandi dömur: Guðbjörg, Bíldudal,  s.822-0884, Palla Stína, Tálknafirði, s.690-9939 og Sólrún, Patreksfirði, s.863-5630, sameinað er í bíla fyrir æfingar.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is