Kvíði barna og unglinga

Fræðslumiðstöð Vestfjarða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
Námskeið ætlað öllum sem starfa með börnum, t.d. grunn- og leikskólakennurum, sérkennurum, námsráðgjöfum, þroskaþjálfum og stuðningsfulltrúum.

Námskeið er frá Endurmenntun HÍ og er kennt í gegnum fjarfundabúnað. Haldið í samstarfi við geðsvið Landspítalans.

 

Á námskeiðinu verður fjallað um eðli og einkenni kvíða, af hverju börn verða kvíðin, hvernig kvíði birtist, hvernig hann viðhelst og hvernig æskilegt er að bregðast við kvíðahegðun.

 

Farið verður yfir helstu kvíðaraskanir barna og unglinga, aðskilnaðarkvíða, almenna kvíðaröskun, fælni, ofsakvíða, félagskvíða, kjörþögli og áráttu-þráhyggjuröskun. Helstu viðhaldandi þættir verða kynntir s.s. ofvernd, forðun og hugsanaskekkjur. Fjallað verður um æskileg viðbrögð við kvíða barna og unglinga og notkun atferlismótunar til að takast á við kvíðahegðun. Kennslan byggir á fyrirlestrum um ofangreinda þætti og léttum hóp-verkefnum.


 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is