Kynning á aðal- og deiliskipulagsvinnu

Vesturbyggð
Vesturbyggð
Kynning verður á aðal- og deiliskipulagsvinnu við Krossholt og Langholt á Barðaströnd og hafnarinnar á Patreksfirði mánudaginn 30. apríl.

 

Opin hús verða í félagsheimilinu Birkimel kl. 15.15 og á bæjarskrifstofu Vesturbyggðar á Patreksfirði kl. 20.

 

Á fundunum verða Óskar Örn Gunnarsson, skipulagsráðgjafi Vesturbyggðar, og starfmenn Vesturbyggðar sem koma að skipulagsmálum.

 

Vinnugögn í skipulagsvinnu eru aðgengileg á heimasíðu Vesturbyggðar og hjá skipulagsfulltrúa í síma 6611850 og 4502300 eða í tölvupósti, armann@vesturbyggd.is.

Íbúar og hagmunaaðilar eru hvattir til að mæta og gefst þeim tækifæri til að kynna sér skipulagsvinnu og koma með fyrirspurnir.

 

Breyting á aðalskipulagi 2006-2018

 

Tillaga að deiliskipulagi fyrir Langholt og krossholt

 

Tillaga að deiliskipulagi fyrir hafnar- og þjónustusvæði á Patreksfirði

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is