Kynning á breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar

Vesturbyggð
Vesturbyggð
Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 vegna breyttrar legu Vestfjarðavegar (60) í Kjálkafirði er til sýnis á skrifstofu Vesturbyggðar, Aðalstræti 63, 450 Patreksfirði og á heimasíðu Vesturbyggðar, www.vesturbyggd.is.

 

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti þann 16. júni sl. tillöguna fyrir sitt leyti og leggur til að hún verði auglýst skv. 31. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Einnig er á sama stað til sýnis tillaga að deiliskipulagi fyrir breytta legu Vestfjarðavegar (60) í Kjálkafirði sem skipulags- og byggingarnefnd afgreiddi á sama hátt. Bæjarstjórn Vesturbyggðar mun taka tillögurnar til afgreiðslu miðvikudaginn 29. júní nk.

 

Þeir sem hagsmuna kunna að eiga að gæta eru kvattir til að kynna sér breytinguna og koma athugasemdum sínum til bæjarstjóra fyrir fund bæjarstjórnar 29. júní nk..

 

Bæjarstjórinn í Vesturbyggð.


Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is