Kynning á breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar

Vesturbyggð
Vesturbyggð
Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 vegna snjóflóðavarna á Patreksfirði fyrir byggð undir Klifi er til sýnis á skrifstofu Vesturbyggðar, Aðalstræti 63, 450 Patreksfirði og hér á heimasíðu Vesturbyggðar.
 

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti þann 12. september sl. tillöguna fyrir sitt leyti og leggur til að hún verði auglýst skv. 31. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Þeir sem hagsmuna kunna að eiga að gæta eru kvattir til að kynna sér breytinguna og koma athugasemdum sínum til bæjarstjóra fyrir fund bæjarstjórnar 28. september nk.

 

 

 

Bæjarstjórinn í Vesturbyggð.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is