Kynning á fjar- eða dreifnámi á vorönn 2012

Fjölbrautaskóli Snæfellinga
Fjölbrautaskóli Snæfellinga
Þriðjudagskvöldið 6. desember fer fram kynning á fjar- eða drefinámi við Fjölbrautaskóla Snæfellinga kl 20:00 í framhaldsdeildinni á Patreksfirði.

 

Kennsluaðferðir FSN eru verkefnamiðaðar og námsmatið leiðsagnarmat. Fjar- eða dreifnemendum stendur til boða að mæta í tíma með dagskólanemendum í Grundarfirði eða á Patreksfirði. Kennarar aðstoða nemendur m.a. á MSN og á Skype. Nemendum yngri en 18 ára stendur ekki til boða að gerast fjar- eða dreifnemendur við FSN.

 

Nemendur í fjar- eða dreifnámi greiða skólagjöld kr. 10.750, en auk þess greiða þeir áfangagjald kr. 10.000 fyrir hvern áfanga sem þeir eru skráðir í.


Allar frekari upplýsingar FSN í síma 4568400.

 


Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is