Kynningarfundir um lesblindu

Sturla Kristjánsson og Jón Einar Haraldsson munu halda kynningarfundi um lesblindu á suðursvæði Vestfjarða.

 

Myndræn hugsun er náðargáfa. Þeir sem búa yfir myndrænni hugsun geta lent í basli með lestur, eru jafnvel sagðir lesblindir, reikniblindir eða með athyglisbrest.

 

Kynningarfundir eru áætlaðir laugardaginn 5. desember kl. 13 á Patreksfirði og kl. 17 á Tálknafirði, og sunnudaginn 6. desember kl. 13 á Bíldudal.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is