Kynningarfundur vegna deiliskipulags við höfnina á Patreksfirði

Vesturbyggð
Vesturbyggð
Nú stendur yfir vinna við deiliskipulag fyrir höfnina á Patreksfirði. Vesturbyggð vill bjóða bæjarbúum að koma að því deiliskipulagi á meðan það er í vinnslu.

 

Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 29. mars kl:17:00 í fundarsal bæjarstjórnar að Aðalstræti 63. Þar gefst öllum tækifæri á að koma á framfæri tillögum við gerð deiliskipulagsins á þessu stigi málsins. Deiliskipulagið verður síðan unnið áfram af tæknideild Vesturbyggðar.

 

Áætlað er að leggja það fram til kynningar og samþykktar í vor, þá verður gefinn lögformlegur frestur til þess að gera athugasemdir.


Ásthildur Sturludóttir,
bæjarstjóri Vesturbyggðar

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is