Landssöfnun Rauða krossins á laugardaginn

Göngum til góðs
Göngum til góðs
Laugardaginn 2. október stendur Rauði krossinn fyrir landssöfnuninni Göngum til góðs til styrktar hjálparstarfi í Afríku.

 

Takmarkið er að ná til allra heimila á landinu og ef þú vilt leggja málefninu lið þá þarftu að taka þrjú einföld skref:

 

1. Mættu í söfnunarstöðina á þínu svæði: Patreksfirði- í Rauðakross húsinu Bjarkargötu 11, Tálknafirði - í sundlauginni og á Bíldudal - íþróttahúsinu Byltu kl. 11. (Taktu einhvern með þér - það er miklu skemmtilegra.)

2. Þar færðu bauka og götu til að ganga í (ca. 1 klst. gangur)

3. Þú skilar aftur bauknum í söfnunarstöðina (endurnærður á líkama og sál)

 

Söfnunarféð gerir Rauða krossinum kleift að byggja athvörf í Malaví fyrir börn sem eiga um sárt að binda vegna alnæmis. Einnig að gefa þeim eina heita máltíð á dag og veita þeim fræðslu. Í Sierra Leóne aðstoðar Rauði krossinn stríðshrjáð börn, endurhæfir barnahermenn og veitir þeim tækifæri til að losna úr viðjum borgarastyrjaldar.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is