Laus störf við Bíldudalsskóla

 

Við Bíldudalsskóla eru lausar stöður kennara skólaárið 2016-2017

  • Almenn kennsla á mið- og unglingastigi
    • Umsjónakennsla á miðstigi
  • List- og verkgreinakennsla
  • Íþróttakennsla

Helstu verkefni og ábyrgð

Annast kennslu nemenda í samráði við skólastjóra, aðra kennara og foreldra. Vinna að þróun skólastarfs með skólastjóra og samkennurum. Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk.

Menntunar- og hæfniskröfur

Leyfisbréf grunnskólakennara

Reynsla og áhugi á að starfa með börnum.

Lipurð í samskiptum og sveigjanleiki í starfi

Faglegur metnaður

Áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi

 

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara.

Nánari upplýsingar veitir Ásdís Snót Guðmundsdóttir, skólastjóri í síma 450-2333 eða 863-0465. Umsóknarfrestur er til og með 19. ágúst 2016 og skal umsóknum skilað til asdissnot@vesturbyggd.is

 

Stuðningsfulltrúi

Bíldudalsskóli auglýsir eftir stuðningsfulltrúa í 60% stöðu fyrir hádegi. Starfið er frá og með 22. ágúst.

Nánari upplýsingar veitir Ásdís Snót Guðmundsdóttir, skólastjóri í síma 450-2333 eða 863-0465. Umsóknir berist á netfangið asdissnot@vesturbyggd.is

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is